Áfram stelpur!

Þetta framtak er að sjálfsögðu til fyrirmyndar og mun áreiðanlega hleypa kappi í marga ungu stúlkuna víða um land, að fá eina helstu hetju íslensks fótbolta í dag, ekkert minna, í heimsókn til sín!
Það er mikill sannleikur í þessu hjá henni með hluti sem verða stelpum og strákum líka til kvatningar að halda áfram í íþróttum. Í dag er slíkt mikilvægara sem aldrei fyrr, aldrei verið meir fyrir börn og unglinga á boðstólnum en einmitt í dag!
Umfjöllun um íþróttir barna og unglinga er og verður aldrei of mikil, en mætti vissulega vera meiri í fjölmiðlum almennt. Stelpurnar þurfa þar oft mun meiri kvatningu og aðhald, það þekki ég úr eigin fjölskyldu, ein minna góðu bróðurdætra spilaði fótbolta allt upp í Meistaraflokk, en hætti svo allt of fljótt eftir að hafa átt sigursælan feril í yngri flokkum og það líka reyndar í handbolta. Meira aðhald og kvatning auk fleiri ástæða, hefði haldið henni lengur að, en því miður hætti hún.
En það þekki ég líka úr fjölskyldunni, að aðrar geta enst fram yfir þrítugt ef því er að skipta, ein önnur minna bróðurdætra landsliðskona í blaki og er enn að komin á fertugsaldurinn!
En í afreksfótboltanum höfum við séð allt of margar stelpur hætta allt of snemma, Karitas Jónsdóttir kemur t.d. upp í hugan, systir Sigga Jóns, sú Skagamær mynti óneitanlega á bróður sinn á vellinum! Og hvað varð svo um stúlkuna sem virtist umskeið vera sú besta og ætti í vændum glæstan feril í Bandaríkjunum,
Rakel Ögmundsdóttir!?
Henni var heldur betur spáðp glæstum frama, en síðasta sem ég heyrði um hana, var hún jú að spila í Bandaríkjunum, en umfjöllunin var ekki um það, heldur að eitthvert ónefnt karlablað vildi fá hana í nektarmyndatökur!
Síðan eru liðin, ja, kannski ekki mjög mörg ár, en nokkur!
En hvað sem því líður, framtíðin virðist mjög björt með íslenskan kvennafótbolta, en samt þurfa menn að vera á tánum, beita aðhaldi, svo margt annað sem glepur.
mbl.is Margrét Lára fer um landið og hvetur fótboltastelpur til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 217986

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband