Þessa var ég búin að vænta, en þá byrjuðu "MU-másararnir" auðvitað að væla!

Sagði það já í pistli hér að neðan, að fautin ætti slíka refsingu skilið að minnsta kosti, en það átti nú að vera eitthvað annað hjá hinum "Skýru og vitibornu" aðdáendum Manchester United?! vonandi fer knattspyrnusambandið að festu í þetta og hlustar ekki enn einn gangin á suðið í gamla framkvæmdastjóranum, sem gæti að líkum reynt sitt til að verja sinn mann!
mbl.is Ferdinand á von á þriggja leikja banni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú spyr ég í fullri alvöru án þess að vera með einhver leiðindi; finnst þér sanngjarnt að henda Rio í 3 leikja bann þegar Mascherano fékk enga refsingu fyrir þetta brot gegn Leeds? => http://www.youtube.com/watch?v=4CJ_8z-NN9E

Elvar Örn Unnþórsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 17:50

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mér finnst það sanngjarnt já, Elvar.

Páll Geir Bjarnason, 26.1.2010 kl. 21:52

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vegna þess að þú heitir sama nafni og bróðursonur minn einn, skal ég svara þér Elvar Örn.

Málið snýst ekki um hvort einhver annar hafi brotið meir, jafnt eða minna af sér í öðrum leik, þannig að hægt sé að benda á það og segja, "fyrst þessi slapp, þá á hinn líka að sleppa" eða (Hví fær hann þessi bann þegar hinn grófi þarna slapp?"

Einhverrra hluta vegna og það liggur nú í eðli leiksins, þá komast sumir bara upp emð brot en aðrir ekki og Ferdinand á að fá bann, það er svo augljóst og einfalt fyrst brotið náðist á mynd.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.1.2010 kl. 22:00

4 identicon

Okei, spurt og svarað.

Ég er United maður, ég get lítið kvartað yfir því ef Rio fer í bann því hann á það skilið. Það sem fer í taugarnar á mér er að ósamkvæmi í refsingum sbr. Macherano brotið sem er alveg nákvæmlega eins og það sem Rio gerði.

Páll: Geturu sagt mér af hverju þér finnst sanngjarnt að Mascherano sleppi en Rio fer í bann? Eða ertu kannski að meina sanngjarnt á sama máta og Magnús?

Magnús: Mascherano brotið náðist nú mjög augljóslega á mynd líka :)

Elvar Örn Unnþórsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 12:26

5 identicon

Auðvitað á maðurinn ekkert að fara í bann, en þetta er nú bara hin árlega hjálp, sem hin liðin í deildinni fá, til að eiga möguleika gegn United.

  Brot Mascherano var helmingi grófara heldur en hjá Ferdinand. Mascherano sveiflar olnboganum af afli í mannin, án þess að hann sé að gera neitt við Mascherano. 

  Brot Ferdinands, er þannig að hann "slæmir" hendinni í hnakkann á Fagan, eftir að hann er búinn að vera pirra hann, og hann hendist niður eins og aumingi. 

  Ef Rio fær 3 leikja bann fyrir þetta, þá hefði Mascherano átt að fá 10 leikja bann fyirr sitt brot. 

 Elvar, 

    Málið er að FA, hefur aldrei dæmt United menn sanngjarnt í gegnum tíðina, einhverra hluta vegna, t.a.m. þegar Rio fór í lyfjabannið, eða þegar Rooney var dæmdur í 3 leikja bann fyrir olnbogaskot, þegar hann í besta falli sýndi gáleysi. 

  Eitt það mikilvægasta í enskum rétti eru dómafordæmi, og að jafnt eigi yfir alla að ganga. Aftur á móti er FA alveg sama um það, þar sem þeir nota tækifærið einungis til að hnykkla vöðva sína, burtséð frá því hvort réttlæti sé í því. 

   Þú verður líka að gera þér grein fyrir að Magnús og Páll eru tveir mjög bitrir einstaklingar, sem sjá hlutina ekki í réttu ljósi, þess vegna gætirðu alveg eins rætt þessa hluti við vegginn heima hjá þér!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 13:12

6 identicon

Jóhannes: Point taken :)

Varðandi dæmin sem þú nefnir þá er gaman að sjá það í samanburði við aðra dóma, tek þetta quote af Republik of mancunia síðunni:

Reminder of FA’s dealings with United

- Manchester City’s Christian Negouai was fined £2k and received no ban for missing a drugs test around the same time the FA fined Rio Ferdinand £50k and an eight month ban.

- Manchester City’s Robbie Fowler scored a late goal against United and celebrated in front of our travelling fans, holding up his five digits to represent Liverpool’s success in Europe and received no punishment. A week later, Gary Neville celebrated in front of Liverpool’s travelling fans following a late goal and was fined £5k.

- Liverpool’s Steven Gerrard and Neil Mellor were sent off in the pre-season friendly Amsterdam tournament and received no punishment. Wayne Rooney and Paul Scholes were sent off in the same tournament a couple of years later and were banned for three league matches.

- Craig Bellamy hits a restrained fan in front of the world’s cameras and receives a warning. Patrice Evra allegedly punched a Chelsea groundsman, although there was compelling evidence to the contrary (the CCTV footage which recorded the incident showed no punch) and receives a four match ban.

Elvar Örn Unnþórsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:30

7 identicon

Já, þeir telja væntanlega að þeir séu að afla sér vinsælda hjá öðrum stuðningsmönnum með þessu. Það er erfitt að segja. Þetta mál er svo fáránlegt að það nær engu lagi. 

   T.d. eru mál Mascherano og Rio ekki einu sinni sambærileg, þar sem brotið hjá Mascherano er margfalt grófara, en samt sleppur hann við ákæru Segjum sem svo að brot Rio hefði verið jafn gróft og hjá M, þá hefði kannski mátt kalla þetta óheppni, en þegar þetta er svona, að United manni er refsað fyrir miklu vægara brot, þá er þeir orðnir full augljósir hjá FA. 

   Þetta er s.s. ekkert nýtt, og sem United maður er maður vanur að dómararnir dæmi þeim í óhag, og FA líka. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:56

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Bann á Rio er sanngjarnt því hann er í vælukjóliði ManUtd. Alvöru knattspyrnumenn eins og Mascherano eiga auðvitað ekki að fara í bann. Þetta gefur auga leið.

Páll Geir Bjarnason, 27.1.2010 kl. 21:22

9 identicon

Grunaði mig ekki

  Ég held að þetta sé að síast inn í ykkur Púlarana, hvað þetta er fáránlegt hjá FA. Allavega mikið var þetta yndislegur sigur í kvöld!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:20

10 identicon

Yndislegur sigur!

Djöfull er frábært að skora svona svalt mark í lokin. Ferguson að setja met með því að komast oftast í úrslitaleik Carling Cup. Enn eitt metið sem kappinn setur.... Jíha!

Elvar Örn Unnþórsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:27

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

EÖ og sá er kallar sig J'ohannes, þið hafið greinilega miklumiklu meira vit á þessu en dómararnir og enska knattspyrnusambandið, það er nú eina niðurstaðan af þessu röfli ykkar auk hins fornkveðna sem þið virðist halda að sé hald í, að "Svo skal böl bæta, að benda á eitthvað annað...VERRA?!"

Hér var til umræðu fólskulegt brot R. Ferdinand og bara ekkert annað og allra síst persónur okkar PG eða líðan.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.1.2010 kl. 17:38

12 identicon

Ég var ekki að kvarta yfir að Rio færi í bann, ég var að kvarta yfir því að það vantar 'consistency' í kvaðningu dóma. Eina sem ég fékk frá ykkur var að Rio átti þetta skilið því "hann er í vælukjóliði ManUtd" en ekki Macherano því "Alvöru knattspyrnumenn eins og Mascherano eiga auðvitað ekki að fara í bann"

Semsagt þið viljið að fóltboltaíþróttin hafi aðrar reglur um Liverpool en önnur fótboltalið, right?

Og Magnús, þetta snýst ekki um að hafa meira vit, þetta snýst um að FA dæmi ávallt það sama þegar eins mál koma upp á borð til þeirra. Og auðvitað á maður að gagnrýna þegar maður telur að rangt hafi verið gert. Finnst þér betra að sitja og þegja þegar það gerist? Sýnist ekki þar sem í færslunni á undan kallaru Rio aumingja. Leyfi mér að efast um að þú hafir gert slíkt hið sama um Mascherano :)

Elvar Örn Unnþórsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 20:21

13 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Farðu ekki að gráta Elvar.

Páll Geir Bjarnason, 28.1.2010 kl. 21:14

14 identicon

hahaha, frábært comeback.

Elvar Örn Unnþórsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband